Ásetningur eða ógæfa?

Punktar

Ég kann ekki að meta, hvort Steingrímur J. Sigfússon klúðraði kvótamálinu af ásettu ráði. Kannski er hann bara svo mikið úti að aka. Óneitanlega væri þó töluverð ógæfa hans að mislesa stjórnarsáttmálann og sparka honum fyrir borð í þágu kvótagreifanna. Það væri að vera rosalega laus við pólitískt nef. Því gef ég mér, að Steingrímur hafi gert þetta vitandi vits. Ætli svo að kenna Jóhönnu um að kunna ekki að smala villiköttum. Hitt er svo rétt, að nokkrir þingmenn Samfylkingarinnar fagna klúðrinu. Telja málið þar með vera dautt, því eftir kosningar fari þeir í hægri stjórn undir verndarvæng kvótagreifa.