Ásakanir um svindl

Punktar

Skoðanir eru á lofti um, að svindlað hafi verið í byggðakosningunum. Þeir, sem minnst mega sín í samfélaginu hafi verið misnotaðir. K-listinn í Grímsnesi er sakaður um að hafa misnotað vistmenn á Sólheimum og haft þar áróður á kjörstað. Framsókn í Reykjavík er sökuð um að hafa keypt atkvæði útlendinga í utankjörstaðaatkvæðagreiðslu, á nokkur þúsund krónur stykkið. Svona ásakanir eru nýjar hér á landi. Þær sýna, að framvegis verður brýnt að vanda betur umbúnað kosninga og hindra veiklundaða kosningasmala í að gera það, sem þá langar mest til.