Áróðursstríð ferðagreifa

Punktar

Vegna áróðursstríðs ferðagreifa fyrir lækkuðu gengi krónunnar hef ég eytt dögum í að lesa umsagnir erlends ferðafólks. Í stuttu máli sagt er nánast ekki kvartað yfir of háu og hækkandi verði á Íslandsferðum. Í almennu spjalli TripAdvisor fann ég ekkert dæmi um slíkt og í dómum þar um gistingu og veitingar fann ég sáralítið. Fólk hefur miklu meiri áhyggjur af, að fá ekki gistingu. Greinar í fjölmiðlum um afbókanir eru ómarktækt áróðursstríð hagsmunaaðila. Þau viðbrögð koma ekki frá ferðafólkinu sjálfu. Ef þið sjáið fleiri lygar um, að hátt gengi krónu sé að slátra gullhænum, skuluð þið frekar lesa orð ferðafólksins sjálfs.