Sjálfstæðisflokkurinn sækir fram á Suðurlandi, einkum í Eyjum, undir öruggri forustu hins lífsreynda Árna Johnsen. Fylgi flokksins er 40% í kjördæminu og 48% í Eyjum. Þetta meginfylgi er ekki Árna Mathiesen að þakka, heldur sjálfu náttúruaflinu, sem frægast varð af útistöðum við lög og rétt. Flokkurinn verður áfram í stjórn eftir kosningar. Þegar hann velur sér ráðherraembætti í næstu ríkisstjórn, getur hann tæpast neitað mesta sigurvegara sínum um ráðherraembætti. Því verður stutt og brött sigurbrautin frá Kvíabryggju í stjórnarráðið að þessu sinni.
