Arnarvatnsheiði

Frá Fellaskála á Haukagilsheiði um Arnarvatn í Álftakrók á Arnarvatnsheiði.

Sjá líka greinar um aðrar heiðar á svæðinu: Norðlingafljót, Tvídægra, Núpdælagötur 1 og 2, Aðalbólsheiði, Víðidalstunguheiði, Haukagilsheiði, Suðurmannasandfell, Grímstunguheiði, Öldumóða, Stórisandur, Skagfirðingavegur, Sandkúlufell, Bláfell, Fljótsdrög.

Borgfirðingar riðu þessa leið til Örlygsstaðabardaga 1238. Þórður kakali reið heiðina 1243 í hefndarferð fyrir víg föður síns og bræðra í Örlygsstaðabardaga. Þorgils skarði Böðvarsson fór hana 1253 á leið frá Hólum í Hjaltadal til Skálholts. Árið 1255 reið hann enn um heiðina í aðför að Eyjólfi ofsa Þorsteinssyni og Hrafni Oddssyni á Þverárfundi.

Förum frá Fellaskála við Kolgrímsvötn sunnan Suðurmanna-Sandfells, í 590 metra hæð. Fylgjum jeppaslóð til suðurs vestan við Fossabrekkur, unz við komum hjá Grettishöfða að jeppaslóð yfir Stórasand. Förum þá slóð til suðvesturs að Skammá, sem rennur úr Réttarvatni í Arnarvatn, í 540 metra hæð. Förum suðvestur yfir ána og síðan suður fyrir Arnarvatn. Þar förum við af nyrðri slóðinni um Arnarvatnsheiði yfir á syðri slóðina, um Arnarvatnshæðir. Ferillinn sýnir þá millileið um fimm kílómetrum vestan við Skammá. Betra er samt að fara yfir á syðri slóðina í tæplega eins kílómetra fjarlægð frá Skammá. Beygjum til suðvesturs eftir syðri slóðinni og fylgjum henni áfram suðvestur um Mordísarhæð. Förum suðaustan við Mordísarvatn að skálanum í Álftakróki í 480 metra hæð.

26,0 km
Húnavatnssýslur, Borgarfjörður-Mýrar

Skálar:
Fellaskáli: N65 02.510 W20 17.340.
Álftakrókur: N64 53.274 W20 26.388.

Jeppafært

Nálægir ferlar: Suðurmannasandfell, Norðlingafljót, Fljótsdrög.
Nálægar leiðir: Stórisandur, Skagfirðingavegur, Grímstunguheiði, Öldumóða.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson