Arfleifð Greenspan

Punktar

Morgunblaðið lýsir í gær hagstefnu Bandaríkjanna um þessar mundir. Neytendur vestra nota lága fasteignavexti til að taka lán út á fasteignir sínar og éta þær út í vörum, sem eru framleiddar í Asíu, er notar svo dollara sína til að fjárfesta í Bandaríkjunum og halda þar lágum vöxtum og frekara kaupæði. Stephen Roach, aðalhagfræðingur Morgan Stanleys kallar bandaríska neytandann “yfirvofandi slys” og málið kallar hann “brjálæðislega aðferð við að stýra efnahagslífi heimsins.” Ef Kína kippir að sér hendi, hrynur hagkerfið. Það er arfleifð Alan Greenspan seðlabankastjóra.