Áratugir í Harvard

Megrun

Bitastæðustu rannsóknir á fíknum voru gerðar í Harvard-háskóla yfir 65 ára tímabil frá 1930. Prófessor George E. Vaillant skrifaði um þær bækur árin 1983 og 1995. Þær fjölluðu um alkóhólisma. Við vitum ekki, að hve miklu leyti þær ná til matarfíknar. Í stuttu máli leiddu þessar rannsóknir í ljós, að alkóhólismi er sjúkdómur í heilanum. Í kjölfarið var þetta viðurkennt sem sjúkdómur af bandarísku læknasamtökunum og svo af Alþjóða heilbrigðisstofnun Sameinuðu þjóðanna. Engar hliðstæðar rannsóknir hafa farið fram á matarfíkn, svo að enn er verður að teljast opið, hvort hún er sjúkdómur í heilanum.