Árás á hestakynið

Hestar

Man bara eftir einu hestnafni, sem notað var með ákveðnum greini. Hrafn frá Holtsmúla var lengi helzti stóðhestur landsins. Í daglegu tali kallaður Hrafninn. Líta má á það sem virðingarheiti í almenningsálitinu. Formlega séð hét hesturinn Hrafn. Nú er reynt að koma ákveðnum greini á venjulega hesta. Hryssa fær ekki að heita Mósan. Það samræmist ekki hefðum í nafngiftum. Að frumkvæði erlends hestafólks hafa alþjóðasamtök Íslandshesta sett reglur um heiti hesta. Þeir verða að heita hefðbundnum, íslenzkum nöfnum. Ekki Toby eða Twitter. Ég tel það vera beina árás á þetta merka hestakyn að víkja frá bókfærðum nafnahefðum.