Aragrúi nýrra matvæla

Megrun

Fyrr á öldum átu menn grænmeti og ávexti, kjöt og fisk. Nú snæða menn safa, duft, sand, froðu, fars og hakk. Meltingin hlýtur að vera öðru vísi en hún var um hundruð eftir hundruð kynslóða hér áður fyrr. Litningar mannslíkamans breytast svo hægt, að fólk er vart í stakk búið til að mæta þessum aragrúa nýstárlegra matvæla. Einkum hefur dregið úr hlutverki meltingarvegarins, þegar maturinn kemur hálfmeltur á diskinn. Mér finnst skammur vegur milli slíkra breytinga og ruglings í boðefnaflutningi heilans, þótt ekki hafi verið sýnt fram á það. Verksmiðjufæða nútímans getur vart verið heilbrigð.