App fyrir fórnarlömb

Punktar

Fórnarlömb glæpa geta ekki lengur kært strax, heldur þurfa að panta tíma eftir helgi. Lögreglan segir þetta fela í sér aukna þjónustu við fórnarlömb. Ég efast um, að nokkur, sem þarf að þola, sé sáttur við þessa auknu þjónustu. Eftir helgi eru vitni farin, vegsummerki horfin eða máð, þýfi þegar selt á svörtum, o.s.frv. Enda er ástæða breytingarinnar önnur en þjónustulund. Hún er tilraun til að minnka fyrirhöfn með því að fækka skráðum glæpum. Löggan nennir þessu bara ekki. Almannatengill er fenginn til að útskýra letina sem aukna þjónustu. Boðað er „app“ einhvern tíma síðar til að fólk geti þá pantað viðtalstíma hjá löggunni.