Aparnir úr trjánum

Punktar

Aparnir áttu erfitt með að fóta sig, þegar þeir komu niður úr trjánum og gerðust menn. Aðlögunin tók þúsundir kynslóða. Engin furða er, þótt Landinn þurfi meira en fjórar kynslóðir til að fóta sig frá torfkofum, sulti og seyru. Enda hafa heilir hópar hvað eftir annað misst vitið. Einkum hefur fé valdið fjaðrafoki. DeCode var gullið ævintýri, sem setti marga á hausinn. Forsmekkur aðdraganda hrunsins, er þjóðin hugðist sigra heiminn. Við sjáum, hvernig það fór. Þessa daga vaða um pólitískir potarar og boða kraftaverk á fávitum. Aðvífandi prófkjör einkennast af skrumi fyrir trúgjarna fávita.