Páfagarður og Bandaríkin eiga ýmislegt sameiginlegt. Meðal annars fara samtökin Amnesty í taugar stjórnvalda á báðum stöðum. Páfastóll kvartaði í vikunni um stuðning Amnesty við fóstureyðingar. Bandaríkin kvarta um það sama. Þar að auki segja þau samtökin leggja sig í einelti. Þetta eru stórvirk samtök mannréttinda, sem skara fram úr öðrum á því sviði. Þau hafa til dæmis ekki látið hræsni vesturlanda í friði. Því eru margir andvígir Amnesty. Þeir eiga það sameiginlegt með Bandaríkjunum og Páfagarði að vera hægri sinnaðir valdshyggjumenn á jaðri þess að mega kallast fasistar.