Samfylkingin nær ekki fram aðild að Evrópusambandinu í náinni framtíð. Sjálfstæðisflokkurinn er jafn tregur og vinstri grænir. Geir Haarde vill tvöfalda atkvæðagreiðslu, fyrst umsókn, síðan um aðild. Samfylkingin getur því ekki boðið upp stjórnarsamstarf á grundvelli umsóknar um aðild. Hún verður að sætta sig við, að allt litrófið í pólitíkinni er andsnúið. Því verður niðurstaðan sú, að hún heldur áfram samstarfi við vinstri græna. Evrópusinnar verða að sætta sig við að hafa enn ekki selt þjóðinni hugmynd sína um aðild. Þjóðin samþykkir viðræður með semingi, en kolfellir aðild.
