Stjórnin fékk Alþingi til að samþykkja lög um opinbera ritskoðun fjölmiðla. Næsta skref var að fá Alþingi til að samþykkja lög um, að auka leyndó hins opinbera. Leyft verður að loka skjölum í 110 ár í stað 30. Hvort tveggja er eitthvað, sem maður á von á frá Gaddafi eða Assad eða Abdúlla kóngi. En alls ekki frá ríkisstjórn, sem gasprar um gegnsæi og nútíma í stjórnsýslu. Ísland er dottið af lista yfir ríki með tjáningarfrelsi í lagi. Og senn dettur það af lista yfir ríki með gegnsæja stjórnsýslu. Fasisminn brýzt ítrekað fram í gerðum ríkisstjórnar okkar og þingmeirihluta hennar. Er hún bara andsetin?
