Andófið á krossgötum

Punktar

Andóf gegn peningavaldi á Vesturlöndum stendur á krossgötum. Annars vegar er gríska andófið að fjara út í gripdeildum, ránum og íkveikjum. Hins vegar eru áhrif frá Bandaríkjunum í tjaldbúðum Occupy Wall Street hreyfingarinnar. Svo og andóf gegn hertum ákvæðum um höfundarétt. Kemur fram í andófi á götum úti og í hinum nýju félagsmiðlum. Svo sem á fésbók, en einkum þó á twitter, sem er rammpólitískari miðill. Þar vestra gerjast núna samstaða um framboð í kosningum. Rétt eins og hér á landi þessa dagana. Kannanir í Bandaríkjunum sýna, að yngri kynslóðir styðja róttæk framboð gegn ofurvaldi fjármagnsins.