Andóf gegn benzínverði

Punktar

Benzínkaupendur knýja ekki niður verð á benzíni með því að sniðganga tvö af þremur stóru olíufélögunum. Meiri hugsun og nákvæmni verður að vera í andófi af þessu tagi. Nær er að taka sig saman um að sniðganga á hverjum degi þau tvö félög, sem þá hafa hærra verð. Það er nefnilega breytilegt, hvaða félög hafa lægst verð hverju sinni. Aðgerðir fólks þurfa að vera sveigjanlegar til að mæta verðbreytingum olíufélaganna. Hugsanlegt er að vísu, að þetta leiði til sama verðs hjá öllum þremur. En þar með kæmi berlega í ljós verðsamráð þeirra. En ég hef enga trú á, að Íslendingar geti sýnt slíka samstöðu.