Andlitið nægði ekki

Þjóðleiðir

Þótt Dagur sé stærri en Samfylkingin, er ekki lengur hægt að selja andlit hans eitt og sér í kosningabaráttu. Andlitinu verður að fylgja eitthvað um mál, sem brennur á borgarbúum, svo sem ódýrt húsnæði og greiðar samgöngur. Þar að auki þarf Dagur betri hóp að baki sér, ekki þessi núll. Því fór sem fór. Fylgi lak til Sósíalista með úrvals beinskeytta kosningabaráttu og eina kraftaverkastúlku. Til Pírata með massífa baráttu og nokkrar kraftaverkastúlkur. Í samanburði við þetta kjarnorkulið var hópurinn bak við Dag gamaldags og jafnvel Blair-ískur. Eins og það væri gefið mál, að meirihluti Dags mundi halda, sambandslaus við almenning.