Andleg næring

Punktar

Hvernig breytist fólk, sem hefur ekki annað að gera en að lesa tíu síður á dag af minningar- og kjallaragreinum? Verður fólk ekki brenglað í kollinum af því að nærast andlega á bulli, froðu og lygi? Er fólk orðið svo vant þessu efni, að það telur það eitt vera rétt efni? Ótal margar spurningar af þessu tagi vakna við að fletta Mogganum og virða fyrir sér þetta lítt árennilega efni, sem er á skjön við veruleikann. Það er ekki einu sinni svo, að menn láti þetta eiga sig sem hvert annað böl. Ég þekki að vísu engan, sem les kjallaragreinar, en hef heyrt dæmi um, að fólk lesi minningargreinar.