Ameríski draumurinn

Punktar

Ameríski draumurinn snýst um, að unga fólkið geti risið úr fátækt til frama og fjármagns. Samkvæmt rannsókn Alþjóðabankans er draumurinn raunverulegur á Norðurlöndum, einkum í Noregi. Þar getur unga fólkið klifið stigann milli þjóðfélagsstétta. Samkvæmt rannsókninni er hins vegar allt frosið í Kína. Á Vesturlöndum eru Bandaríkin, Bretland og Ítalía ríki stéttaskiptingar. Þar fæðast menn og deyja í sömu stétt. Bandaríski draumurinn er í vaxandi mæli bara draumur. Hann er hins vegar veruleiki hér á landi og einkum í Noregi. Ráð til unga fólksins: Freistið gæfunnar í Noregi eða sitjið heima ella.