Alþýðan tekur völdin

Punktar

Meðan Svandís Svavarsdóttir heilsuráðherra níðist á ljósmæðrum, hafa stærstu verkalýðsfélögin náð samkomulagi um kjarabaráttu sína. Þau hafa meirihluta í Alþýðusambandinu og munu væntanlega sparka forseta þess, þræli atvinnurekenda. Augljós eru mikil umskipti, þar sem forstjórar í velmegunarblöðru hafa fengið 20% hækkun hið minnsta. Alþýðan þarf 400.000 króna lágmarkslaun. Og stytta þarf launabilið, þannig að forstjórar hafi ekki meira en fimmföld lágmarkslaun. Það er eina leiðin til að minnka lífskjarabilið í landinu. Eftir langvinnan svefn Gylfa Arnbjörnssonar forseta er alþýða landsins sjálf að búa sig undir að taka völdin.