Alþingismennirnir Magnús Jónsson og Ellert B. Schram hafa á alþingi lagt til, að ríkisstjórnin hefji sem fyrst viðræður við Sameinuðu þjóðirnar um, að ein eða fleiri deildir hins nýstofnaða háskóla Sameinuðu þjóðanna verði staðsettar á Íslandi eða að íslenzkar rannsóknastofnanir taki upp samvinnu við skólann um einstök verkefni.
Háskóli Sameinuðu þjóðanna á að taka til starfa síðari hluta næsta árs og verða deildir hans dreifðar víða um lönd. Benda flutningsmenn tillögunnar á, að Ísland henti vel til haf-og fiskifræða annars vegar og til jarðvísinda og jarðhitarannsókna hins vegar. Er ekki að efa, að framgangur þessa máls mundi verða íslenzkum rannsóknum mikil lyftistöng og verði efnahagslífinu til framdráttar.
Jónas Kristjánsson
Vísir