Almenningur tapaði

Fjölmiðlun

Fráfarandi valdakerfi DV var frá upphafi veikt og bauð upp á hallarbyltingu. Fjármögnun fyrirtækisins byggðist á Lilju Skaftadóttir, sem var afskiptalítill eigandi í gamla stílnum. Þegar hún bilaði og seldi hrægömmum hlutabréfin, var úti um DV í núverandi mynd. Bakhjarl svona blaðs má ekki bila. Á aðalfundi félagsins kom í ljós, að þau bréf voru komin í hendur Sigurðar G. Guðjónssonar lagatæknis. Hann leiddi saman ýmsa hatursmenn Reynis Traustasonar, sem var felldur í sameinuðu átaki. Þannig fór tilraun Reynis til alvöru blaðamennsku. Mest er tjón almennings, sem reyrður verður fastar í fjötra eigenda ríkisins.