Allur fiskur stolinn

Punktar

Einkennilegt, hvernig lýðræði nær hvergi fram að ganga hér á landi. Gott dæmi, er þjóðareign auðlinda, grunnmúruð í stjórnarskrá og staðfest í lögum. Samt á þjóðin ekki auðlindina, heldur fjárhaldsmenn pólitísku bófaflokkanna. Í skjóli banka veðsetja kvótagreifar þjóðarauðlindina og nota peningana í óskylt brask eða fela þá skattfrítt á aflandseyjum. Leigja meira að segja öðrum kvótann eða selja hann fram og aftur eins og þeim sýnist. Bófaflokkarnir meina nefnilega ekkert með stjórnarskrá og lögum. Hafa stolið öllum veiddum og óveiddum fiski. Samt hafa þrælarnir síður en svo gefið neitt leyfi fyrir þessum óhæfuverkum.