Allt í plati

Punktar

Daglega heyri ég og les grátkór ferðaþjónustunnar í fjölmiðlum. Yfirgnæfir kór kvótaeigenda. Hvorir tveggja gráta hækkun krónu og segjast vera að gefast upp. Textinn er saminn af grátsérfræðingum í almannatengslum. Taka fjölmiðlaviðtöl við greifana sína og senda minnst eitt á dag til fjölmiðlanna. Þeir taka í tímahraki við framleiðslunni og birta athugasemdalaust. Áratugum saman hafa helztu þjófar landsins komizt upp með þessa hegðun. Ferðaskrifstofur erlendis eru sagðar hættar að selja ferðir hingað, en erlend flugfélög fjölga samt ferðunum. Og nú segjast bílaleigurnar vera að fara á hausinn. Harmleikurinn „Alt í plati“ magnast óðum.