Allt í plati stefna

Punktar

Sjálfstæðisflokkurinn er sérstæður. Breyttist fyrir og eftir aldamótin úr íhaldi yfir í Thatcherisma og loks í varðstöðu þröngra sérhagsmuna, einkum kvótagreifa. Leiddi til stofnunar Viðreisnar, sem rekur varðstöðu víðari sérhagsmuna eigenda og rekenda atvinnulífsins. Flokkarnir hafa stefnuskrár á skjön við veruleikann, eins konar sósíaldemókratíu eða Blair-kratisma. Ekkert mark er tekið á stefnu Sjálfstæðisflokksins, sem í raun rak og rekur andstöðu við velferð kratismans. Viðreisn slapp betur gegnum kosningarnar. Margir kratar trúðu á Blair-kratisma stefnunnar og væla nú, er Viðreisn reynir að komast í fang Sjálfstæðisflokksins.