Allt í plati alls staðar

Punktar

Játa, að ég er skák og mát. Fyrst myndar Katrín vinstri stjórn með Sigurði Inga. Að málefnum fullræddum og almennri gleði segir hann: „Allt í plati.“ Þá reynir hún að mynda íhaldsstjórn með Sigurði Inga og Bjarna Ben. Strax er farið að rífast um, hver megi vera forsætis. Málefnin skipta litlu. Kannski er þetta allt bara einhver leikhúsfarsi: „Katrín myndar stjórn með hinum eða þessum.“ Flest fólk er bara kjaftstopp og ég er hér með að verða það líka. Betra er að snúa sér að mat og veitingahúsum eða jafnvel útlöndum, sem fáir Íslendingar nenna að lesa um. Plottin og pælingarnar eru stjarnfræðilegri en var í Vatíkaninu í gamla daga.