Allt í plati

Punktar

Fyrir mér hefur James Bond alltaf verið góðlátlegt grín. Með kankvíslegt bros Roger Moore í augum. Þannig virkar annars ótrúverðugur fulltrúi hátignarlegrar leyniþjónustu skrítinna sérvitringa. Á síðari árum hefur Bond verið anti-Bond, fýluleg og broslaus drápsmaskína, Daniel Craig. Af og til var Sean Connery ósköp þreytulegt gamalmenni, sem öllum þótti vænt um. Sagður vera bezti Bond allra tíma. Að öðru leyti höfum við haft ótal leikara, hverra nafni ég hef fyrir löngu gleymt. Og nú á hinn fýldi Craig aftur að leika Bond. Hörmuleg fúlasta alvara. Eini nothæfi Bondinn var sá, sem sagði með svipbrigðum sínum: „Allt í plati“.