Allt í pati í Seðló

Punktar

Í samráði við Geir Haarde í símtali daginn fyrir hrunið ákvað Davíð Oddsson að lána Kaupþingi restina af gjaldeyrisvarasjóði þjóðarinnar. 80 milljarðar fuku út um gluggann án þess að fylgt væri verklagsreglum og án gildra veða samkvæmt reglum bankans. Svar Seðlabankans við fyrirspurn þingnefndar er skýrt. Yfirstjórn bankans tók sjálf þessa ákvörðun, sem leiddi til tæknilegs gjaldþrots Seðlabankans. Í svarinu segir, að enginn tími hafi verið til að fylgja verklagsreglum. Þó hafði Davíð lengi vitað, að hrun bankanna væri í aðsigi, en lét samt slag standa. Og Geir var að venju meðvitundarlítill.