Hangir allt á höftunum

Punktar

Már seðlabankastjóri er enn að veltast fyrir mér. Ég þarf að skrifa um annað, en sé hann samt hvað eftir annað fyrir mér í síðasta sjónvarpsviðtali. Ég verð bara hissari og hissastur. Þarna stendur heimsins aumasti seðlabankastjóri og talar með rembu Ólafs Ragnars Grímssonar um, að Ísland sé bezt í heimi, öfundað af umheiminum. Maðurinn er galinn. Í veruleikanum hangir allt hagkerfi Íslands á höftunum og telst aumasta ríki vesturlanda. Hér eru innviðir þjóðfélagsins að bresta, sjúkrahús og skólar. Hér getur láglaunafólk ekki lifað af launum sínum. Einstæðir, aldraðir og öryrkjar éta það sem úti frýs. Og Már rífur bara kjaft