Allt fyrir auðinn

Punktar

Ríkisstjórnin lét verða sitt fyrsta verk að taka allan tekjuvöxt ríkisins og meira til og afhenda kvóta- og auðgreifum. Sló af auðlindaskatti og afnam auðlegðarskatt. Greifarnir hafa svo lagt heilu plássin í eyði. Síðan einbeitti hún sér að öðrum árásum á almenning. Sjást bezt í aðför hennar að spítölum, skólum og menningu. Landspítalinn riðar til falls um leið og greifar vilja risavaxinn einkaspítala handa hinum forríku. Allt skipulagt að ofan, líf og heilsa þræla skipta greifa engu. Kjósendur gátu sagt sér fyrir kosningar, að hér yrðu framin umboðssvik. Við munum láta fávísa kjósendur Sjálfstæðis og Framsóknar heyra það á íslenzku