Allt er öðrum að kenna

Punktar

Sjálfstæðismenn í Eyjum ráku sparisjóð bæjarins í þrot. Kenndu útibústjóranum á Selfossi um það, þótt þeir hafi ráðið hann til starfa. Undir lokin gerðu þeir áhlaup á sjóðinn til að ná út peningum. Settu sjóðinn á hliðina. Eins og sönnum Eyjamanni sæmir kennir Elliði Vignisson bæjarstjóri öllum öðrum en gerendum um afdrif sjóðsins. Alveg eins og Hannes Hólmsteinn kenndi útlendingum um hrunið séríslenzka 2008. Elliði telur Fjármálaeftirlitið ekki hafa staðið sig. Allir vita samt, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur skipað svo fyrir, að eftirlitið geri ekkert til að trufla athafnabófa landsins. Telja allt ríkiseftirlit vera eitur.