Alls engin tímamót

Punktar

Ráðamenn landsins virðast lifa í sérstökum heimi, þegar þeir fara til útlanda, sérstaklega þegar þeir hitta starfsbræður sína. Þennan heim má sjá, þegar málgagn ríkisstjórnarinnar skýrir frá viðbrögðum þeirra við fundum, sem þeir sækja, til dæmis fundi Atlantshafsbandalagsins, sem nú var í Istanbul. … Þetta er enginn tímamótafundur bandalagsins. Erlendir fréttaskýrendur kalla hann: Beðið eftir Godot eða Beðið eftir nóvember. Með öðrum orðum eru allir að bíða eftir, að nýr forseti verði kosinn í Bandaríkjunum, svo að hjól samstarfs Vesturlanda geti byrjað að hökta fram að nýju. …