Alls engin ráðasmíði

Punktar

Jóhanna Sigurðardóttir er eini forsætisráðherra lýðræðisríkis, sem ekki fær neina ráðasmíði. Í tali hennar og verkum sést hvergi, að almannatengill hafi komið að máli. Hún blæs bara eins og þokulúður í sjónvarpi. Notar jafnvel hugtakið “sjávarútveg” yfir kvótagreifa. Og fælir þannig frá sér aðra aðila sjávarútvegs. Hvergi örlar á lipurð í samningum eða skilningi á erfiðleikum samstarfsflokksins í Evrópumálum. Þegar við er að eiga á Alþingi bófaflokka, sem gerðir eru út af sérhagsmunaaðilum, gengur ekki, að hafa svona forsætis. Sem lifir enn í heimi þokulúðra ræðumanna á fornum útifundum stéttarfélaga.