Allir steinþegja þeir

Punktar

Ríkisstjórnin steinþegir um hundrað milljarða, sem gufuðu upp í Kaupþingi rétt fyrir hrunið, runnu til vildarvina. Seðlabankinn og fjármálaeftirlitið steinþegja um þessa hundrað milljarða. Skilanefndir, bankaráð og -stjórar steinþegja um þessa hundrað milljarða. Það er eins og hundrað milljarðar króna séu einhver skiptimynt. Eins og þeir haldi, að vandinn hverfi með því að þegja um hann. Þannig er ástandið. Brennuvargar steinþegja um það, sem þeir eru að gera og eru ekki að gera. Þannig ímynda þeir sér, að þeir komist úr öllum vanda. Eins og strútar í sandi, óhæfir jafnvel sem brennuvargar.