Allir í meðferð

Punktar

Ólína Þorvarðardóttir hífði upp Menntaskólann á Ísafirði, vildi til dæmis ekki, að nemendur væru agalausir og að kennarar gæfu ýktar einkunnir. Af því spratt þref, þar sem letingjar í kennarastétt beittu fyrir sig samtökum kennara til að lækka rosta Ólínu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ráðherra hafði ekki kjark til að styðja hana, svo að hún varð að hætta, svo og áfangastjóri og aðstoðarrektor. Eftir situr menntaskóli í keng á hjara hins byggilega heims. Erfitt verður að finna annan stjóra, er nennir að lyfta skóla með lélegum kennurum, sem eru með annan fótinn í sálfræðimeðferð.