Lög um eignarétt og ferðarétt á óræktuðu landi eru ættuð úr elztu lögum fyrstu íbúa landsins. Þar er nákvæmlega fjallað um réttindi og skyldur hvors aðila. Eru farsæl sátt milli tveggja sjónarmiða. Síðan hafa lögin verið á þann veg um aldir til þessa dags. Nú er þingnefnd hins vegar sammála um að breyta. Þingmenn fallast í faðma. Breytingin er samt fáránleg og alþingi til skammar. Samkvæmt henni geta landeigendur bannað labb um óræktað land. Vélknúnum ökutækjum er þar á ofan bönnuð ferð um öræfaslóðir. Af þessu frumhlaupi mun leiða langvinnt og harðsnúið ósætti. Ferðafélagið, Samút, 4×4, Alpaklúbburinn og Útivist eru uppi á háa C í dag. Það þurfti fáránlegt rugl til, að þingmenn gætu fallizt í faðma.
