Til mikillar skelfingar Írum, Skotum og Englendum hafa erfðarannsóknir leitt í ljós, að þetta er sama fólkið. Skotar hafa hingað til sagt: “Here’s tae us; wha’s like us” í skálaræðum. Hafi þetta í fyrndinni verið þrjár þjóðir, gildir það ekki lengur. Þetta eru allt saman Bretar, mjög gömul blanda af Keltum, Germönum og Rómönum. Rauðhærður forstjóri Associated Press í London í gamla daga, sagði við mig “Við Skotar verðum að halda saman”, þegar hann lyfti glasi í klúbbnum. Það endar með, að Eyjamenn verða að viðurkenna, að þeir séu Íslendingar.
