Undarlegt er að lesa texta álitsgjafa, sem misskilja staðreyndir og fabúlera út frá röngum forsendum. Misskilji þeir niðurstöður skoðanakannana, byggja þeir hátimbraðar kenningar á sandi. Til dæmis þeim, að formenn Framsóknar og Sjálfstæðis hafi jákvæðar fylgistölur. Svo er alls ekki, þótt fylgistölur Samfylkingar og Vinstri grænna séu enn lakari. Þegar nánast helmingur hinna spurðu veitir engin svör, er það ósigur allra fjögurra flokkanna. Til dæmis er ekki gott í ljósi fyrri blómaskeiða, að Framsókn hafi 8% fylgi. Og 23% fylgi Sjálfstæðis er alveg út af kortinu, engin auglýsing fyrir formanninn.
