Sjálfstæðisflokkurinn þarf að losa sig við þá megintrú frjálshyggjunnar, að eftirlitslausir markaðir séu allra meina bót. Trúin á kenningakerfi kom í stað frjálsrar hugsunar. Hannesar landsins flettu upp í Friedman og Hayek, eins og aðrir flettu upp í Biblíunni eða Karli Marx. Algildar forskriftir eru alltaf hættulegar. Með hruni þjóðarinnar hrundi frjálshyggjan. Hún er samt enn í boði hjá Flokknum. Í endurkjöri eru þingmenn, sem hingað til hafa verið ofsatrúaðir og eru enn. Fáir þeirra hafa beðizt afsökunar á hruninu og það nær skammt. Á landsfundinum þarf flokkurinn að hafna ofstækismönnunum.
