Aldrei aftur þjóðarhrun

Punktar

Evrópusambandið hefur ákveðið, að bankahrun lendi ekki á skattgreiðendum. Bankar verða sjálfir að leggja fé til hliðar til að mæta áfalli. Því meiri áhættu sem þeir taka, þeim mun meira verða þeir að eiga í sjóði. Ef svona regla hefði verið í gildi fyrir hrun, hefði Ísland ekki lent í þjóðarhruni. Þá hefði bankahrunið bara verið bankahrun. En ríkisstjórn Geirs H. Haarde gerði þau arfamistök að ábyrgjast innlendar innistæður. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hélt áfram þessari röngu stefnu. Þær byrðar munu afkomendur okkar bera næstu áratugi. Samfélagið verður að líta á banka sem bófaflokka.