Álbræðsla = fólksflótti

Punktar

Árangurinn af orkuveri við Kárahnjúka og álbræðslu á Reyðarfirði er kominn í ljós. Allir hafa fengið vinnu og margfeldisáhrifin hafa ekki látið á sér standa. Fimm atvinnutækifæri fást út á hvert atvinnutækifæri í álbræðslum, sögðu lýðskrumarar. Og hvað segir árangurinn? Íbúum Austurlands fækkaði í fyrra, mest í þeim hreppi, sem næstur er Kárahnjúkum. Ætli Fjarðabyggð þurfi ekki svo sem eitt álver á tveggja ára fresti? Bara til að uppfylla drauminn um störf við að skarka með stöngum í bræðsluker. Kostnaður við útvegun nýrra starfa er meiri í álbræðslum en í nokkurri annarri fyrirhöfn í kjördæmapoti.