Ákveðinn ómöguleiki

Punktar

Ýmis samtök hafa rukkað inn svör flokkanna um stefnu þeirra í hagsmunamálum samtakanna. Síðan borið saman innihaldið. Hlýtur að teljast nokkuð skondið að bera saman stefnu flokka, sem ætíð, oft, sjaldan eða aldrei svíkja stefnuna. Án þess að vita um fyrri ósannindi flokkanna er marklaust að bera saman stefnu þeirra. Sjálfstæðis og Framsókn ljúga alltaf, fyrir því er reynsla. Um aðra flokka er flóknara að dæma, því þeir hafa ekki verið í valdaaðstöðu til að efna loforð. Ég mundi fara varlega í að treysta orðum Sjálfstæðis og Framsóknar, sem hafa fundið upp orðin „ákveðinn ómöguleiki“, þegar spurt er um efndir.