Tungutak nútímans minnir í auknum mæli á söguna “1984” eftir George Orwell. George W. Bush segist vera “ákveðandinn”. Fangar “hverfa” í fangelsum Bandaríkjamanna víða um heim. Fangar heita “óvinveittir bardagamenn” til að halda þeim utan við Genfarsáttmálann. Mannfall óbreyttra borgara heitir “óviðkomandi skemmdir”. Lögfræðingar sitja með sveittan skallann á stjórnarskrifstofum við að búa til ný orð til að fara kringum gamalt gildismat. Í “1984” óttuðust menn mest friðarráðuneyti hersins og ástarráðuneyti lögreglunnar. Förum við í “frið” við Íran?
