Áhugalausir eða fáfróðir

Fjölmiðlun

Nánast daglega les ég fréttir, þar sem íslenzkir blaðamenn láta undir höfuð leggjast að gata blöðrur. Pólitíkusar og hagsmunaaðilar fá færi á að blása upp blöðrur, sem kalla á spurningar. En til þess að spyrja, þarf að vita eitthvað. Ýmist eru þessir blaðamenn áhugalausir um fréttina, sem þeir eru að skrifa, eða fylgjast lítið með fréttum. Með þessum vinnubrögðum hafna blaðamenn hefðum stéttarinnar. Brýnasta verkefni þeirra á að vera að hrekja augljósar rangfærslur pólitíkusa og hagsmunaaðila. Annars gagnast fréttir þeirra ekki lesendum. Stuðla raunar bara að aukinni forheimskun þjóðarinnar.