Áhrifalaus dagblöð

Punktar

Flest mest seldu dagblöð Bretlands mæltu með Theresu May og vöruðu ákaft við Jeremy Corbyn í lok kosningabaráttunnar. Financial Times, Times, Daily Mail, Sun, Telegraph og Express töldu það jaðra við þjóðníð að kjósa Corbyn. Allt kom fyrir ekki. May missti meirihlutann og verður að styðjast við fulltrúa 17. aldar, flokk Ian Paisley í Ulster. Mirror eitt studdi Corbyn, svo og Guardian síðustu vikuna. Dagblöðin og BBC eru hætt að ráða úrslitum kosninga í Bretlandi. Blöðin eru talin vera hluti elítunnar, sem Bretar eins og aðrar þjóðir eru farnar að hata. Enginn hliðvörður hefur lengur hemil á lýðnum, sem smám saman færir sig upp á skaftið.