Afturhvarf til fortíðar

Ferðir

Þótt ég eigi ekki iPad eða iPhone, er ég ekki alveg frosinn í fortíðinni. Hef stundað pappírslaus samskipti við umheiminn í nærri áratug. Gengur bara vel, bankar eru stafrænir, póstur er stafrænn og texti er stafrænn. Eini vandinn kemur upp í flugferðum. Flugfélög heimta pappírsútskrift kvittana fyrir greiðslu fargjalds og pappírsútskrift brottfararspjalds. Neyddist þess vegna til að kaupa prentara, þótt ég hafi ekki notað slíkan fornaldargrip í næstum áratug. Samt er öll afgreiðsla stafræn að tjaldabaki. Pappírskrafa flugfélaga er úrelt. Lykilorð eða jafnvel persónuskilríki eiga að nægja.