Þegar stjórnvöld ákveða að virkja, gildir sú ákvörðun. Þá er virkjað og málið er dautt. Ákveði stjórnvöld hins vegar að virkja ekki, gildir sú ákvörðun bara fram að næstu ákvörðun. Kjartan Magnússon sjálfstæðismaður er þeirrar skoðunar. Þótt borgarstjórn hafi slegið af Bitruvirkjun fyrir tveimur mánuðum, gilti sú ákvörðun bara um þann tíma. Ekkert sé því til fyrirstöðu að virkja þar síðar. Þetta minnir á Írland og Evrópusambandið. Samþykki Írar stjórnarskrána, gildir það og málið er dautt. Hafni þeir henni, kjósa þeir bara aftur. Og aftur. Þangað til þeir samþykkja hana.