Afskekkta skiptistöðin

Punktar

Af mörgum vitlausum hugmyndum pólitíkusa er verst samgöngumiðstöðin við Loftleiðahótelið. Á vegum Strætó var reiknað út, að reksturinn verði 150-180 milljón krónum dýrari í Vatnsmýrinni. Ótalið er óhagræði fólks af skiptistöð á afskekktum stað. Ruglið varð til í samráði við samtök vinnumarkaðarins. Úr slíku samráði kemur fátt gott. Samtökin vilja atvinnubótavinnu verktaka á kostnað skattgreiðenda. Það er málið. Alveg eins og nýtt hátæknisjúkrahúss við hlið eldra hátæknisjúkrahúss, sem skattgreiðendur hafa ekki efni á að reka. Slík mál sanna, að Íslendingar eru ófærir um að stjórna málum sínum.