Persónuvernd hindrar landlækni í að knýja lýtalækna og læknafélagið til að afhenda skrár yfir konur, sem hafa fengið brjóstapúða. Þessi ríkisstofnun hefur í nokkrar vikur haft málið til skoðunar og ekki komizt að niðurstöðu enn. Það er út af fyrir sig dæmigert fyrir ríkisstofnanir, sem ekki geta drullast til að vinna vinnuna sína. Verra er, að Persónuvernd hefur í auknum mæli orðið að Persónuvernd bófa. Þeir, sem vísa þangað málum, eru fyrst og fremst bófar, sem reyna að verjast gegn kröfum um upplýsingaskyldu. Í þeim hópi eru núna lýtalæknar og læknafélagið. Leggja ætti niður þessa stofnun.
