Áfram gamla vanhæfa liðið

Punktar

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur handvalið sig og Össur Skarphéðinsson í annað og þriðja sæti lista Samfylkingarinnar í Reykjavík. Það gerir hún í skjóli Jóhönnu Sigurðardóttur, sem skipar fyrsta sætið. Ekki er þetta í bókstaflegu samræmi við prófkjörsreglur. En Samfylkingin lætur handvalið samt yfir sig ganga. Þótt þetta séu ábekingar að hruni þjóðarinnar sem ráðherrar í vanhæfu ríkisstjórninni. Þannig halda gömlu andlitin áfram hjá flokknum. Jafnvel Kristján L. Möller, sem er kjördæmispotari, sérfræðingur í jarðgöngum. Skyldu sumir Samfylkingarmenn ekki finna óbragð að þessu öllu?